Fara í efni

Fermingaveislur

Fermingarveislur í hlýlegu og fallegu umhverfi 


Veislusalir, veitingar og þjónusta sem gera daginn ógleymanlegan

Veitingastaðurinn Hjá Jóni og Iceland Parliament Hotel bjóða upp á fjölbreyttar lausnir fyrir fermingarveislur í hjarta Reykjavíkur. Hér finnur þú veislusali af mismunandi stærðum og stíl, sem auðvelt er að laga að þínum þörfum og gestafjölda.

Innifalið í verði fermingarveislu eru salarleiga, öll almenn þjónusta, kaffi, te og vatn fyrir gesti. Einnig er heimilt að koma með eina fermingartertu og einn turn, svo sem kransaköku eða Rice Krispies köku.

Við leggjum metnað okkar í að skapa hlýlegt, virðulegt og eftirminnilegt andrúmsloft fyrir fermingarveislur, þar sem fagmennska og góð þjónusta tryggja ánægju allra viðstaddra.

Eftirfarandi seðlar eru í boði fyrir fermingaveislur:
Dögurður
Smáréttaborð
Kaffihlaðborð




Veislusalir og þjónusta fyrir öll tilefni

Veitingastaðurinn Hjá Jóni og Iceland Parliament Hotel sjá um að halda veislur, fundi, ráðstefnur, kynningar, afmæli, brúðkaup, árshátíðir og annars konar boð og viðburði.

Við kunnum okkar fag þegar kemur að því að sjá um funda- og ráðstefnuveitingar af hvaða stærðargráðu sem er.

Hafðu samband við okkur í tölvupósti á netfangið meetings@icehotels.is eða í síma: 444 4550 til að fá tilboð.

Skoðaðu úrval veislusala