Hópar og viðburðir
Hópar og viðburðir í glæsilegu umhverfi
Skipuleggðu ógleymanlega stund fyrir hópinn þinn á besta stað í Reykjavík
Veitingastaðurinn Hjá Jóni og Iceland Parliament Hótel bjóða upp á vandaða og fjölbreytta upplifun fyrir hópa þar sem hágæða veitingar, skemmtun og fyrsta flokks þjónusta koma saman.
Við tökum á móti hópum af öllum stærðum og tilefnum, allt frá litlum vinahópum og saumaklúbbum til stærri fyrirtækjahópa, fjölskyldusamveru eða sérviðburða.
Að auki bjóðum við upp á standandi pinnaveislur, sem henta vel fyrir léttari viðburði eða stærri hópa.
Hjá Jóni sér um veitingarnar og býður upp á glæsilegan veisluseðil sem hægt er að aðlaga að stærð og þörfum hvers hóps.
Skoða veisluseðil fyrir hópa
Skoða standandi pinnaveislur
Fyrir nánari upplýsingar, hafðu samband við okkur í tölvupósti á netfangið meetings@icehotels.is
eða í síma: 444 4130
Veislusalir og þjónusta fyrir öll tilefni
Veitingastaðurinn Hjá Jóni og Iceland Parliament Hotel sjá um að halda veislur, fundi, ráðstefnur, kynningar, afmæli, brúðkaup, árshátíðir og annars konar boð og viðburði.
Við kunnum okkar fag þegar kemur að því að sjá um funda- og ráðstefnuveitingar af hvaða stærðargráðu sem er.
Hafðu samband við okkur í tölvupósti á netfangið meetings@icehotels.is eða í síma: 513 3120 til að fá tilboð.