Fara í efni

Standandi pinnaveislur

Léttar og fallegar veislur fyrir hvers kyns tilefni

Veitingastaðurinn Hjá Jóni og Iceland Parliament Hótel bjóða upp á standandi pinnaveislur í hlýlegu og virðulegu umhverfi í hjarta Reykjavíkur. Pinnarnir eru vandlega unnir með fyrsta flokks hráefni, fullkomnir fyrir móttökur, fundi eða hvers kyns samkomur þar sem gestir vilja njóta létts og fallegs matar saman.

Pinnamatur

Smáborgarar, rifið grísakjöt í kaffi-BBQ sósu
-
Karrípylsa í brioche-brauði með steiktum lauk
-
Bruschetta með lárperu, eldpipar og kóríander
-
Kjúklingaspjót með gerjuðu eldpiparmajónesi
-
Nautaspjót með trufflu- og svartpiparmajónesi
-
Smáar vorrúllur með sætri chili-sósu
-
Rækjuflaugar með sætri chili-sósu
-
Falafel-bollur með harissa og grillaðri papriku
-
Naan-smábrauð og linsubaunir í engifer og túrmerik 
-
Sætir bitar og ber

Nánari upplýsingar og bókanir:
hjájóni@icehotels.is eða í síma 513 3120

 

 

Viðburðir og veislur af öllum stærðum


Veitingastaðurinn Hjá Jóni og Iceland Parliament Hotel eru með 6 mismunandi veislu- og ráðstefnusali og sjá um að halda veislur, fundi, ráðstefnur, kynningar, afmæli, brúðkaup, árshátíðir og annars konar boð og viðburði.

Við kunnum okkar fag þegar kemur að því að sjá um funda- og ráðstefnuveitingar af hvaða stærðargráðu sem er.

Hafðu samband á meetings@icehotels.is eða í síma 444 4550 og við aðstoðum þig við að búa til ógleymanlega upplifun. 

Nánar um veislu- og ráðstefnusali