Fara í efni

Majónesjól með Bogomil Font

 

Fyrir þau sem vilja eitthvað öðruvísi á aðventunni og meira stuð – þá bjóðum við upp á skemmtilegan vinkil á jólin – Majónesjól með Bogomil Font í Sjálfstæðissalnum 1.,2., 8. og 9. desember.
Í tilefni þessa viðburðar verður sérstakur þriggja rétta Majónesjólaseðill borinn fram Hjá Jóni Restaurant. Að máltíð lokinni býðst gestum að fara yfir í Sjálfstæðissalinn þar sem Bogomil Font og félagar koma öllum í jólastemningu með lögum eins og Majónes jól, Ég sá mömmu kyssa jólasvein og Hinsegin jólatré.

Fyrir stærri hópa bjóðum við upp á glæsileg viðburðarrými þar sem borinn er fram jólapinnamatur á milli kl. 19 og 21.30 og síðan gefst gestum tækifæri á að fara í Sjálfstæðissalinn í Majónesjólapartý
Bogomils Font og félaga. 

Tónleikaveislan byrjar kl. 22 og henni lýkur um miðnætti.

 

ÞRIGGJA RÉTTA MAJÓNESJÓLASEÐILL

16.900 kr. á mann.
Innifalið í verði er aðgangur að tónleikum og balli

JAPANSKT MJÓLKURBRAUÐ OG VIÐBIT

FORRÉTTAÞRENNA
Rækjukokteill með grænum eplum, sítrónu og Mary Rose sósu
Króketta með hangikjöti og uppstúfi ásamt grænertumauki
Íslensk pönnukaka með reyktum laxi og piparrót

CONFIT-ÖND
Confit-elduð önd með sætkartöfluturni, hunangsgljáðu
rósakáli og jólakryddaðri mandarínusósu

HVÍTSÚKKULAÐIMÚS
Hvítsúkkulaðimús með sítrónukremi, hindberjum
og krydduðu pistasíugranóla

BÓKA NÚNA


HÓPAR 50+ Í SÉRSAL

16.900 kr. á mann.
Innifalið í verði er aðgangur að tónleikum og balli



KRÓKETTUR

GRILLUÐ RÓFUSPJÓT
með rauðlaukssultu og rósakáli

LÉTTREYKT VISKÍSÍLD
og grafin eggjarauða á rúgbrauði

RÆKJUKOKTEILL
með grænum eplum, sítrónu og Mary Rose sósu

SMÁBORGARI
með confit-elduðu andalæri og jólamajónesi
með hangikjöti og uppstúfi ásamt grænertumauki

ÍSLENSKAR PÖNNUKÖKUR
með reyktum laxi og piparrót

NAUTASPJÓT
með svörtum hvítlauk og trufflu-béarnaise

SÖRUR

RISALAMANDE
með hvítu súkkulaði og hindberjasósu

SVARTAR PIPARKÖKUR
með þeyttu gráðaostakremi og fíkjusultu

SPESÍA
með súkkulaðimús og ristuðum heslihnetum

 


Fyrir hópabókanir, hafið samband á hjajoni@icehotels.is

 

 

Öll verð eru í íslenskum krónum. Innifalið í verði eru þjónustugjald og virðisaukaskattur.
Mikilvægt er að upplýsa starfsfólk um óþol og ofnæmi áður en pantað er.